Verkefni

Ég á bara eitt líf þjóðarátakið hefur að geyma ýmiskonar verkefni sem hafa verið unnin, um að ræða verkefni sem teljast til verkefna ætluð til vitundavakningar, samstarfs verkefna og styrktar verkefna.

Eitt líf fræðslu og forvarnarverkefnið er í vinnslu, hér mun birtast ítarleg umfjöllun um eðli og umfang verkefnis þegar það liggur fyrir.

Ég á bara eitt líf - Armbönd

VITUNDARVAKNING – verkefni

Að bera armbandið var/er tákn um samstöðu en einnig ætlað til að fá fólk, sér í lagi ungmenni til að horfa á armbandið og hugsa sig tvisvar um áður en þau misnota lyf eða önnur fíkniefni. Stöndum saman og minnum okkur á að við eigum bara eitt líf.

Armböndin voru kærleiks gjöf og því dreift til einstaklinga að kostnaðarlausu.

Ég á bara eitt líf - Fánar

VITUNDARVAKNING – verkefni

Ég á bara eitt líf fánar sendir víða um land, einstaklingum að kostnaðarlausu, þeim flaggað og þar með lýst yfir stuðning við málstaðinn. Fáninn hefur farið víða og vakti mikla athygli, hann fór erlendis, á útihátíðir, til stofnana, félagasamtaka og fleiri.

Í ofangreindu átaki var áhersla lögð á samstöðu.

Ég á bara eitt líf - Myndbönd

VITUNDARVAKNING – verkefni

Tökur eru yfirstaðnar á myndböndunum sem fela í sér að fólkið hans Einars Darra segir hans lífs sögu. Ásamt því setja læknir, hjúkrunarfræðingur, lögregla, kennarar og fleiri fram staðreyndir um þessi málefni, reynslusögur eða lýsa yfir hættuástandi.

Myndböndin eru alls átta talsins, 1-2 mínútur hvert. Myndböndin eru núna einungis aðgengileg fyrir þá sem óska eftir þeim við forsvarsmenn Minningarsjóðsins. Myndbönd ætluð sem vitundarvakning fyrir fullorðna.

EITT LÍF - Fræðslu og forvarnar verkefnið

Í VINNSLU – 19.september 2019

Það er okkur virkilega mikilvægt að Eitt líf fræðslu- og forvarnar verkefnið standist viðmið Embætti Landlæknis, sé í takt við það sem nýjustu rannsóknir segja okkur og sé unnið í samvinnu við þá sem þekkja vel til fræðslu- og forvarnarstarfs.  Ráðgjafahópur verður skipaður af mennta- og menningarmálaráðherra til þess að styðja við framkvæmd verkefnisins , m.a. með því að samhæfa mælikvarða og vörður til að fylgjast með árangri þess.  Forvarnarverkefnið er ætlað börnum og ungmennum, foreldrum og starfsfólki sem vinnur með börnum og ungmennum.  En það voru aðstandendur söfnunarinnar „Á allra vörum“ sem veittu í ár styrktarfé sínu til framkvæmdar á þessu verkefni.

Við munum skipuleggja fræðslu og forvarnir til áðurnefndra hópa, með það að markmiði að sporna við og draga úr misnotkun ávana og fíkniefna, sér í lagi meðal ungmenna. Fræðslan verður sérsniðin að hverjum hóp, með samvinnu og samstöðu að leiðarljósi.

 Við viljum alls ekki fara af stað fyrr en séð verði til þess að þetta langtíma verkefnið lúti að ofangreindum viðmiðum, næstu vikur munu því fara í það að rannsaka, þróa, breyta og bæta verkefnið þannig það gefi sem mest og hámarka þannig líkur á velgengi.

  • Þróun
  • Framkvæmd Vorið 2019
  • Glærur – Ungmenni vorið 2019
  • Framkvæmd 2019-2020

Samstarfs og styrktarverkefni

Sem dýrmæt viðbót við hin verkefnin var einnig ákveðið að styrkja ýmis verkefni sem unnin eru af framúrskarandi aðilum frá ýmsum kimum samfélagsins. Öll verkefnin eru talin styðja við markmið okkar með einum eða öðrum hætti.

Um er að ræða neðangreind verkefni.

Tilfinninga Blær

Félagasamtökin Allir gráta og Ég á bara eitt líf tóku höndum saman vorið 2018 og afhentu öllum leik- og grunnskólum (yngsta stig) á Íslandi eintak af bókinni Tilfinninga Blær, sem er fræðslubók um tilfinningar ætluð börnum á aldrinum 2-8 ára.

Bókin er skrifuð af forsvarsmönnum Allir gráta, í þeim tilgangi að aðstoða börn við að þekkja grunntilfinningarnar, kynnast dæmum um þær, sjá birtingarmyndir þeirra og hvernig sé hægt að bregðast við þeim. 

Markmið félagasamtakanna, Allir gráta felur í sér að efla geðheilsu barna og ungmenna, sem gæti mögulega spornað við misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum fíkniefnum seinna á ævinni.

www.allirgrata.is 

 

Lífið á Eyjunni (e. Island Living)

Ákveðið var að styrkja framleiðslu stuttmyndarinna, Lífið á Eyjunni, sem fjallar um hinn 12 ára Braga sem er klár strákur en virðist ekki getað fóta sig í föstum umgjörðum samfélagsins. Sagan snertir á mörgum mikilvægum málefnum líkt og geðheilsu, vináttu drengja og félagslegri einangrun svo eitthvað sé nefnt.

Leiksstjóri myndarinnar er Viktor Sigurjónsson en hann er einnig framleiðandi myndarinnar ásamt Atla Óskari Fjalarsyni.

 

 

Lof mér að lifa

Ákveðið var að styrkja framleiðslu heimildarmyndarinna Lof mér að lifa sem var sýnd á RÚV. 

Leikstjórn: Sævar Guðmundsson. Umsjón: Jóhannes Kr. Kristjánssson, Sævar Guðmundsson, Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarsson. Tónlist: Unnsteinn Manuel Stefánsson. Klipping: Hrafn Jónsson og Sævar Guðmundsson.

Lof mér að lifa, heimildarmyndin kafar ofan í sögurnar og atburðina á bak við kvikmyndina Lof mér að falla, eftir Birgir Örn Steinarsson og Baldvin Zophoníasson.

Bergið headspace

Ákveðið var að styrkja Bergið headspace, sem er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Markmið Bergsins er að bjóða upp á lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. 

www.Bergid.is

Óminni

Ákveðið var að styrkja framleiðslu á Óminni, sem eru heimildarþættir um heim fíkniefna og lyfja. Sýndir í opinni dagskrá á Stöð 2, haustið 2019.

Framleiddir af SEK production.