um úrræðaleitarvélina

um úrræðaleitarvélina

Hvert get ég leitað?

ÚRRÆÐALEITARVÉL​

Er í grunninn rafrænn gagnagrunnur sem inniheldur lista yfir þau úrræði sem hægt er að leita til þegar vandasöm mál bera að garði sem varða og/eða tengjast geðheilbrigði, fíkn, ofbeldi, kynheilbrigði, félagsmálum eða fráfalli ástvinar. Gagnagrunnurinn er einnig settur upp á eittlif.is sem úrræðaleitarvél með notendavænu viðmóti sem leyfir fólki að setja inn leitarskilyrði til þess að fá ítarlegri úthlutun úrræða sem gætu hentað fyrir viðkomandi. Breytur sem má helst nefna eru aldur, kyn, staðsetning og við hvers kyns vanda.

Markmið: Vonast er til að úrræðaleitarvélin auki sýnileika þeirra úrræða sem eru nú þegar til staðar og auðveldi ferlið að kynna sér viðeigandi úrræði þegar að vandasöm mál bera að garði. 

Markhópur: Samfélagið í heild en áhersla lögð á að ná til ungmenna.

  • Úrræðaleitarvélin er forritunar vinna sem ávallt þarf að uppfæra, laga til og breyta. Verkið verður seint fullkomið enda er það góð áminning að ef við gerum aldrei neitt eða setjum ekkert fram sem er ekki fullkomið þá mundi aldrei neitt gerast! Við lýtum á þetta verkefni sem gott samfélagsverkefni og í sameiningu getum við gert úrræðaleitarvélina ennþá betri og viljum við því hvetja fólk að prófa hana, hvort sem þau þurfa á úrræði að halda eður ei og láti okkur vita hvernig og hvað megi betur fara. Samvinna og samstaða er lykilatriði í þessu eins og öllu öðru.

  • Úrræðaleitarvélin innheldur ekki öll úrræði sem til eru við þeim vanda sem talin eru upp hér að ofan. Reynt var að lista upp og finna öll þau úrræði sem áttu við og síðan haft samband við þau og bjóða þátttöku. Ef stofnun, samtök eða annað sem standa fyrir úrræðinu kjósa að vera ekki inn í úrræðaleitarvélinni eða hafa ekki svarað spurningarlistanum sem við sendum þeim sökum annarra ástæðna þá gefur að skilja að þau úrræði eru ekki inni. Einnig getur okkur vel hafa yfirsést úrræði sem til eru og henta inn í úrræðaleitarvélina og hvetjum við þá endilega til þess að haft sé samband við okkur með tillögu að úrræði sem gæti komið þarna inn.

  • Við viljum endilega líka taka skýrt fram að við berum ekki ábyrgð á gæðum þeirra úrræða né stöndum sjálf fyrir þeim úrræðum sem gagnagrunnurinn/úrræðaleitarvélin inniheldur. Markmiðið með úrræðaleitarvélinni er einfaldlega að auðvelda fólki að leita að þeim úrræðum sem til eru og gefa sig út fyrir að þjónusta þann vanda sem liggur fyrir.