Er í grunninn rafrænn gagnagrunnur sem inniheldur lista yfir þau úrræði sem hægt er að leita til þegar vandasöm mál bera að garði sem varða og/eða tengjast geðheilbrigði, fíkn, ofbeldi, kynheilbrigði, félagsmálum eða fráfalli ástvinar. Gagnagrunnurinn er einnig settur upp á eittlif.is sem úrræðaleitarvél með notendavænu viðmóti sem leyfir fólki að setja inn leitarskilyrði til þess að fá ítarlegri úthlutun úrræða sem gætu hentað fyrir viðkomandi. Breytur sem má helst nefna eru aldur, kyn, staðsetning og við hvers kyns vanda.