STYRKTAR VERKEFNI

Minningarsjóður Einars Darra er stoltur styrktaraðili við ýmis verkefni sem unnin eru af framúrskarandi aðilum frá ýmsum kimum samfélagsins. Öll verkefnin eru talin styðja við markmið þjóðarátaksins Ég á bara eitt líf, með einum eða öðrum hætti. Um er að ræða neðangreind verkefni.

Lífið á Eyjunni (e. Island Living)

Minningarsjóður Einars Darra styrkti framleiðslu stuttmyndarinna, Lífið á Eyjunni, sem fjallar um hinn 12 ára Braga sem er klár strákur en virðist ekki getað fóta sig í föstum umgjörðum samfélagsins. Sagan snertir á mörgum mikilvægum málefnum líkt og geðheilsu, vináttu drengja og félagslegri einangrun svo eitthvað sé nefnt.

Leiksstjóri myndarinnar er Viktor Sigurjónsson en hann er einnig framleiðandi myndarinnar ásamt Atla Óskari Fjalarsyni.

 

Lof mér að lifa

Minningarsjóður Einars Darra styrkti framleiðslu heimildarmyndarinna Lof mér að lifa sem var sýnd á RÚV. 

Leikstjórn: Sævar Guðmundsson. Umsjón: Jóhannes Kr. Kristjánssson, Sævar Guðmundsson, Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarsson. Tónlist: Unnsteinn Manuel Stefánsson. Klipping: Hrafn Jónsson og Sævar Guðmundsson.

 

Lof mér að lifa, heimildarmyndin kafar ofan í sögurnar og atburðina á bak við kvikmyndina Lof mér að falla, eftir Birgir Örn Steinarsson og Baldvin Zophoníasson.

Meðferðasetur fyrir ungt fólk í vanda

Minningarsjóður Einars Darra styrkir meðferðasetur fyrir ungt fólki í vanda. Samtökin eru byggð upp af fag- og áhugafólki um meðferðaúrræði fyrir ungt fólk í vanda.

Samtökunum er ætlað að vera regnhlífasamtök fyrir ungt fólk í vanda, áhugafólk, fagfólk, aðstandendur, grasrótarsamtök, fagfólk, stofnanir og fyrirtæki til þess að tengjast og starfa saman að sameiginlegu marki. Markmið samtakanna er að koma á fót heildrænu og þverfaglegu móttöku-, meðferðar- og endurhæfingarúrræði fyrir ungt fólk í vanda, með einstaklings- og áfallamiðaðri þjónustu.

Formaður samtakana er
Sigurþóra Bergsdóttir
sigurthora@agado.is
s: 693 9367