Samstarfsverkefni

Félagasamtökin Allir gráta og Eitt líf tóku höndum saman vorið 2018 og afhentu öllum leik- og grunnskólum (yngsta stig) á Íslandi eintak af bókinni Tilfinninga Blær, sem er fræðslubók um tilfinningar ætluð börnum á aldrinum 2-8 ára.

Bókin er skrifuð af forsvarsmönnum Allir gráta, í þeim tilgangi að aðstoða börn við að þekkja grunntilfinningarnar, kynnast dæmum um þær, sjá birtingarmyndir þeirra og hvernig sé hægt að bregðast við þeim. Eitt líf forvarnar- og fræðslu erindi byggir þar á meðal á því að efla tilfinninga greind og þar með tengjast markmið Eitt líf og Allir gráta, að mörgu leiti.

Markmið félagasamtakanna, Allir gráta felur í sér að efla geðheilsu barna og ungmenna, sem gæti mögulega spornað við misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum fíkniefnum seinna á ævinni, sem er eitt af markmiðum Eitt lífs.

www.allirgrata.is