SAMSTARFS OG

STYRKTARVERKEFNI

SAMSTARFS OG

STYRKTARVERKEFNI

Sem dýrmæt viðbót við hin verkefnin var einnig ákveðið að styrkja ýmis verkefni sem unnin eru af framúrskarandi aðilum frá ýmsum kimum samfélagsins. Öll verkefnin eru talin styðja við markmið okkar með einum eða öðrum hætti.

Um er að ræða neðangreind verkefni.

TILFINNINGA BLÆR

Félaga samtökin Allir gráta og Ég á bara eitt líf tóku höndum saman vorið 2018 og afhentu öllum leik- og grunnskólum (yngsta stig) á Íslandi eintak af bókinni Tilfinninga Blær, sem er fræðslubók um tilfinningar ætluð börnum á aldrinum 2-8 ára. 

Bókin er skrifuð af forsvarsmönnum Allir gráta, í þeim tilgangi að aðstoða börn við að þekkja grunntilfinningarnar, kynnast dæmum um þær, sjá birtingarmyndir þeirra og hvernig sé hægt að bregðast við þeim. 

Markmið félagasamtakanna, Allir gráta felur í sér að efla geðheilsu barna og ungmenna, sem gæti mögulega spornað við misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum fíkniefnum seinna á ævinni. 

www.allirgrata.is

 

48169437_555120298283859_7821123591906263040_n

TILFINNINGA BLÆR

Félaga samtökin Allir gráta og Ég á bara eitt líf tóku höndum saman vorið 2018 og afhentu öllum leik- og grunnskólum (yngsta stig) á Íslandi eintak af bókinni Tilfinninga Blær, sem er fræðslubók um tilfinningar ætluð börnum á aldrinum 2-8 ára. 

Bókin er skrifuð af forsvarsmönnum Allir gráta, í þeim tilgangi að aðstoða börn við að þekkja grunntilfinningarnar, kynnast dæmum um þær, sjá birtingarmyndir þeirra og hvernig sé hægt að bregðast við þeim. 

Markmið félagasamtakanna, Allir gráta felur í sér að efla geðheilsu barna og ungmenna, sem gæti mögulega spornað við misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum fíkniefnum seinna á ævinni. 

www.allirgrata.is

48169437_555120298283859_7821123591906263040_n
Lífið-á-Eyjunni

LÍFIÐ Á EYJUNNI

(E. ISLAND LIVING)

Ákveðið var að styrkja framleiðslu stuttmyndarinna, Lífið á Eyjunni, sem fjallar um hinn 12 ára Braga sem er klár strákur en virðist ekki getað fóta sig í föstum umgjörðum samfélagsins. Sagan snertir á mörgum mikilvægum málefnum líkt og geðheilsu, vináttu drengja og félagslegri einangrun svo eitthvað sé nefnt.

Leiksstjóri myndarinnar er Viktor Sigurjónsson en hann er einnig framleiðandi myndarinnar ásamt Atla Óskari Fjalarsyni.

LÍFIÐ Á EYJUNNI

(E. ISLAND LIVING)

Lífið-á-Eyjunni

Ákveðið var að styrkja framleiðslu stuttmyndarinna, Lífið á Eyjunni, sem fjallar um hinn 12 ára Braga sem er klár strákur en virðist ekki getað fóta sig í föstum umgjörðum samfélagsins. Sagan snertir á mörgum mikilvægum málefnum líkt og geðheilsu, vináttu drengja og félagslegri einangrun svo eitthvað sé nefnt.

Leiksstjóri myndarinnar er Viktor Sigurjónsson en hann er einnig framleiðandi myndarinnar ásamt Atla Óskari Fjalarsyni.

LOF MÉR AÐ LIFA

Ákveðið var að styrkja framleiðslu heimildarmyndarinna Lof mér að lifa sem var sýnd á RÚV.

Leikstjórn: Sævar Guðmundsson. Umsjón: Jóhannes Kr. Kristjánssson, Sævar Guðmundsson, Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarsson. Tónlist: Unnsteinn Manuel Stefánsson. Klipping: Hrafn Jónsson og Sævar Guðmundsson.

Lof mér að lifa, heimildarmyndin kafar ofan í sögurnar og atburðina á bak við kvikmyndina Lof mér að falla, eftir Birgir Örn Steinarsson og Baldvin Zophoníasson.

LOF MÉR AÐ LIFA

Ákveðið var að styrkja framleiðslu heimildarmyndarinna Lof mér að lifa sem var sýnd á RÚV.

Leikstjórn: Sævar Guðmundsson. Umsjón: Jóhannes Kr. Kristjánssson, Sævar Guðmundsson, Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarsson. Tónlist: Unnsteinn Manuel Stefánsson. Klipping: Hrafn Jónsson og Sævar Guðmundsson.

Lof mér að lifa, heimildarmyndin kafar ofan í sögurnar og atburðina á bak við kvikmyndina Lof mér að falla, eftir Birgir Örn Steinarsson og Baldvin Zophoníasson.

BERGIÐ HEADSPACE

Ákveðið var að styrkja Bergið headspace, sem er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Markmið Bergsins er að bjóða upp á lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf.

www.bergid.is

BERGIÐ HEADSPACE

Ákveðið var að styrkja Bergið headspace, sem er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Markmið Bergsins er að bjóða upp á lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf.

www.bergid.is

ÓMINNI

Ákveðið var að styrkja framleiðslu á Óminni, sem eru heimildarþættir um heim fíkniefna og lyfja. Sýndir í opinni dagskrá á Stöð 2, haustið 2019.

Framleiddir af SEK production

ÓMINNI

Ákveðið var að styrkja framleiðslu á Óminni, sem eru heimildarþættir um heim fíkniefna og lyfja. Sýndir í opinni dagskrá á Stöð 2, haustið 2019.

Framleiddir af SEK production