Gleðilega hátíð kæru landsmenn og þúsund þakkir fyrir stuðninginn, hlýjuna og samhuginn á árinu ❤️❤️
Við hjá Minningarsjóði Einars Darra fórum á aðfangadag, og afhentum jólagjafir til sjúklinga og starfsmanna á sjúkrahúsinu Vogi og á fíkni geðdeild Landspítalans ❤️
Það gaf okkur gott í hjartað að gefa af okkur á þessum fallegi degi sem í senn getur verið virkilega erfiður fyrir marga ❤️
Við erum þar enginn undantekning enda fyrstu jólin án Einars Darra okkar ❤️
Höldum áfram, kæru Íslendingar, að standa saman á komandi árum ❤️
Í sameiningu getum við látið stóra hluti gerast ❤️
Ég á bara eitt líf… og þú líka ! ❤️
Leave a Reply