Play Video

HVÍL Í FRIÐI ELSKU ENGLAR

Ábreiða á laginu I was here og myndband með myndum af einstaklingum sem látið hafa lífið vegna eða í tengslum við misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum eða öðrum fíkniefnum. Í myndbandi þessu koma upp myndir sem sýna einungis brota brot af þeim einstaklingum sem látið hafa lífið. Lyfjaeitranir eru fleiri, sjálfsvígin eru fleiri, bílsslysin eru fleiri og svona mætti því miður lengi telja.

Lagið og myndbandið er tileinkað öllum þeim sem látið hafa lífið á einn eða annan hátt í tengslum við misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum eða öðrum fíkniefnum, hvort sem einstaklingarnir birtast í myndbandinu eður ei ❤

María Agnesardóttir fer með flutninginn, Vignir Snær Vigfússon sá um undirspil og upptöku, Margrét Eir veitti faglega aðstoð og Aníta Rún Óskarsdóttir gerði myndbandið.