FRÆÐSLU FYRIRLESTUR

Eitt líf fræðslu fyrirlesturinn (rafræn útgáfa) byggist á fyrirlestri sem forsvarsmenn Eins lífs hafa haldið víðsvegar um landið, þennan fyrirlestur átti að fara með í hringferð um landið en vegna ástands í samfélaginu (COVID-19) var ákveðið að setja þann fyrirlestur á rafrænt form.

Fræðslu fyrirlesturinn er sérstaklega ætlaður foreldrum og öðrum sem vinna með börnum og ungmennum. Hann er EKKI ætlaður börnum og ungmennum. Fræðslu fyrirlesturinn varðar áhrifaþætti og ástæður misnotkunar á lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum ávana- og fíkniefnum. Veitt eru svör við því hvernig hægt er að svara þeim áhrifaþáttum og ástæðum með verndandi þáttum. 

Ef áhugi er fyrir því að fá aðgang að fræðslu fyrirlestrinum ekki hika við að hafa samband við okkur í gegnum netfangið andrea@eittlif.is. Aðgangurinn er gjaldfrjáls.