Rafræni fræðslu fyrirlesturinn er sérstaklega ætlaður foreldrum og öðrum sem vinna með börnum og ungmennum. Fræðslan varðar áhrifaþætti og ástæður misnotkunar á lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum ávana- og fíkniefnum. Veitt eru svör við því hvernig hægt er að svara þeim áhrifaþáttum og ástæðum með verndandi þáttum.
Ítrekað hversu mikilvægt forvarnarhlutverk foreldrar hafa og það eigi einnig við um starfsfólk sem vinna með börnum og ungmennum.
Markmið með rafræna fræðslu fyrirlestrinum
Uppfræða foreldra og aðra fullorðna sem vinna með ungmennum. Minna á hversu mikilvægu hlutverki þau gegna þegar kemur að forvörnum.
Markhópur fyrir rafræna fræðslu fyrirlesturinn
Nærumhverfi barna og ungmenna. Foreldrar og aðrir fullorðnir sem vinna með ungmennum.
Til að sjá fleiri myndir frá fyrirlestraerindum mer hægt að fara inn á instagram síðuna okkar