Gleðilega hátíð kæru landsmenn og þúsund þakkir fyrir stuðninginn, hlýjuna og samhuginn á árinu ❤️❤️

Við hjá Minningarsjóði Einars Darra fórum á aðfangadag, og afhentum jólagjafir til sjúklinga og starfsmanna á sjúkrahúsinu Vogi og á fíkni geðdeild Landspítalans ❤️

Það gaf okkur gott í hjartað að gefa af okkur á þessum fallegi degi sem í senn getur verið virkilega erfiður fyrir marga ❤️
Við erum þar enginn undantekning enda fyrstu jólin án Einars Darra okkar ❤️

Höldum áfram, kæru Íslendingar, að standa saman á komandi árum ❤️

Í sameiningu getum við látið stóra hluti gerast ❤️
Ég á bara eitt líf… og þú líka ! ❤️

 

Félagasamtökin Allir gráta 💧 og Minningarsjóður Einars Darra gefa kærleiks gjöf, bókina Tilfinninga Blær, til allra leik- og grunnskóla landsins ❤️
Fyrstu tvær bækurnar voru afhentar 13 desember, til tveggja leikskóla sem eru báðum samtökunum einstaklega kærir ❤️
Gunnur leikskólastjóri tók við bókinni í Garðaborg, þar sem dýrmæta Eva Lynn heitin, systir Arons, mágkona Hildar og frænka Birnis Blæs gekk í ❤️
Rebekka leikskólastjóri tók við bókinni í Múlaborg, þar sem dýrmæti Einar Darri heitin, sonur Báru og bróðir Andreu gekk í ❤️
Bókin verður send til allra leik- og grunnskóla á næstu dögum ❤️

“Í sameiningu munum við gefa öllum leik- og grunnskólum Íslands eintak af bókinni Tilfinninga Blær, sem er fræðslubók um tilfinningar ætluð börnum á aldrinum 2-8 ára. Bókin er skrifuð af forsvarsmönnum Allir gráta, í þeim tilgangi að aðstoða börn við að þekkja grunntilfinningarnar, kynnast dæmum um þær, sjá birtingarmyndir þeirra og hvernig sé hægt að bregðast við þeim.
Við teljum málefni Ég á bara eitt líf og Allir gráta, tengjast að mörgu leiti og með því að gefa bókina í leik- og grunnskóla viljum við stuðla að markmiðum okkar beggja. Markmið Allir gráta felur í sér að efla geðheilsu barna og ungmenna, sem við teljum að geti spornað við misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum fíkniefnum seinna á ævinni, sem er eitt af markmiðum Ég á bara eitt líf.
Við vonum innilega að bókin muni nýtast í þvi dýrmæta starfi sem fer fram í leik- og grunnskólum landsins ❤️

Hlýjar kærleiks kveðjur ❤️
Forsvarsmenn Minningarsjóðs Einars Darra og Forsvarsmenn Allir gráta 💧

#egabaraeittlif
https://www.egabaraeittlif.is/
#allirgráta
https://allirgrata.is/

Hér að neðan má finna link inn á frétt frá Stjórnaráði Íslands þar sem hægt er að nálgast skýrslu Velferðarráðuneytis. Skýrslan var gefin út í Maí 2018.

 

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2018/05/24/Leidir-til-ad-sporna-vid-mis-og-ofnotkun-ged-og-verkjalyfja/

 

 

Samkvæmt heimildum frá lögreglu þá hefur akstur undir áhrifum lyfja og/eða fíkniefna stóraukist!
Árið 2010 voru 533 teknir undir áhrifum lyfja og/eða fíkniefna í umferðinni. Árið 2017 voru 1527 teknir. Í júní 2018 var talan komin upp í 894, sem þýðir að með þessu áframhaldi myndi fjöldin enda í 1788!!!
Athugið þessi fjöldi telur einungis þá sem eru stoppaðir! Hversu margir ætli séu í raun í umferðinni, undir áhrifum lyfja og/eða fíkniefna, þegar þú og þínir eru líka á ferðinni?