Posts By :

Aníta Oskardottir

48426309_561256627670226_3607391148429017088_n
Jólagjöf frá Minningarsjóði Einars Darra 960 960 Aníta Oskardottir

Jólagjöf frá Minningarsjóði Einars Darra

Gleðilega hátíð kæru landsmenn og þúsund þakkir fyrir stuðninginn, hlýjuna og samhuginn á árinu ❤️❤️

Við hjá Minningarsjóði Einars Darra fórum á aðfangadag, og afhentum jólagjafir til sjúklinga og starfsmanna á sjúkrahúsinu Vogi og á fíkni geðdeild Landspítalans ❤️

Það gaf okkur gott í hjartað að gefa af okkur á þessum fallegi degi sem í senn getur verið virkilega erfiður fyrir marga ❤️
Við erum þar enginn undantekning enda fyrstu jólin án Einars Darra okkar ❤️

Höldum áfram, kæru Íslendingar, að standa saman á komandi árum ❤️

Í sameiningu getum við látið stóra hluti gerast ❤️
Ég á bara eitt líf… og þú líka ! ❤️

 

48169437_555120298283859_7821123591906263040_n
Kærleiksgjöf frá Allir gráta og Minningarsjóði Einars Darra 960 960 Aníta Oskardottir

Kærleiksgjöf frá Allir gráta og Minningarsjóði Einars Darra

Félagasamtökin Allir gráta 💧 og Minningarsjóður Einars Darra gefa kærleiks gjöf, bókina Tilfinninga Blær, til allra leik- og grunnskóla landsins ❤️
Fyrstu tvær bækurnar voru afhentar 13 desember, til tveggja leikskóla sem eru báðum samtökunum einstaklega kærir ❤️
Gunnur leikskólastjóri tók við bókinni í Garðaborg, þar sem dýrmæta Eva Lynn heitin, systir Arons, mágkona Hildar og frænka Birnis Blæs gekk í ❤️
Rebekka leikskólastjóri tók við bókinni í Múlaborg, þar sem dýrmæti Einar Darri heitin, sonur Báru og bróðir Andreu gekk í ❤️
Bókin verður send til allra leik- og grunnskóla á næstu dögum ❤️

“Í sameiningu munum við gefa öllum leik- og grunnskólum Íslands eintak af bókinni Tilfinninga Blær, sem er fræðslubók um tilfinningar ætluð börnum á aldrinum 2-8 ára. Bókin er skrifuð af forsvarsmönnum Allir gráta, í þeim tilgangi að aðstoða börn við að þekkja grunntilfinningarnar, kynnast dæmum um þær, sjá birtingarmyndir þeirra og hvernig sé hægt að bregðast við þeim.
Við teljum málefni Ég á bara eitt líf og Allir gráta, tengjast að mörgu leiti og með því að gefa bókina í leik- og grunnskóla viljum við stuðla að markmiðum okkar beggja. Markmið Allir gráta felur í sér að efla geðheilsu barna og ungmenna, sem við teljum að geti spornað við misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum fíkniefnum seinna á ævinni, sem er eitt af markmiðum Ég á bara eitt líf.
Við vonum innilega að bókin muni nýtast í þvi dýrmæta starfi sem fer fram í leik- og grunnskólum landsins ❤️

Hlýjar kærleiks kveðjur ❤️
Forsvarsmenn Minningarsjóðs Einars Darra og Forsvarsmenn Allir gráta 💧

#egabaraeittlif
https://www.egabaraeittlif.is/
#allirgráta
https://allirgrata.is/

44179904_2200323303513878_3295390812648505344_n
Fyrsti fáninn flaggaður á Úlfarsfelli 618 618 Aníta Oskardottir

Fyrsti fáninn flaggaður á Úlfarsfelli

[av_textblock size=” font_color=” color=” av-medium-font-size=” av-small-font-size=” av-mini-font-size=” av_uid=’av-jnhno46f’ admin_preview_bg=”]
2. september 2018 gengu hátt í 75 menn, konur, börn og hundar upp Úlfarsfellið og flögguðu fyrsta fánanum til minningar um alla þá sem fallið hafa frá af völdum lyfjamisnotkunar á árinu 

Hópurinn var samansettur af aðstandendum, vinum og styrktaraðilum sem hafa ákveðið að snúa vörn í sókn gegn lyfjafaraldi sem grípur einstaklinga herðartaki og sleppur ekki. Betri vitundarvakning, forvörn og fræðsla er nauðsynleg!

VIÐ EIGUM BARA EITT LÍF
[/av_textblock]

[av_image src=’http://egabaraeittlif.gre.is/wp-content/uploads/2018/10/44041546_2200322953513913_94164718423375872_n-300×168.jpg’ attachment=’3685′ attachment_size=’medium’ align=’center’ styling=” hover=” link=” target=” caption=” font_size=” appearance=” overlay_opacity=’0.4′ overlay_color=’#000000′ overlay_text_color=’#ffffff’ copyright=” animation=’no-animation’ av_uid=’av-jnhnpat6′ admin_preview_bg=”][/av_image]