Kærleiksgjöf frá Allir gráta og Minningarsjóði Einars Darra

Kærleiksgjöf frá Allir gráta og Minningarsjóði Einars Darra

Kærleiksgjöf frá Allir gráta og Minningarsjóði Einars Darra 960 960 Aníta Oskardottir

Félagasamtökin Allir gráta 💧 og Minningarsjóður Einars Darra gefa kærleiks gjöf, bókina Tilfinninga Blær, til allra leik- og grunnskóla landsins ❤️
Fyrstu tvær bækurnar voru afhentar 13 desember, til tveggja leikskóla sem eru báðum samtökunum einstaklega kærir ❤️
Gunnur leikskólastjóri tók við bókinni í Garðaborg, þar sem dýrmæta Eva Lynn heitin, systir Arons, mágkona Hildar og frænka Birnis Blæs gekk í ❤️
Rebekka leikskólastjóri tók við bókinni í Múlaborg, þar sem dýrmæti Einar Darri heitin, sonur Báru og bróðir Andreu gekk í ❤️
Bókin verður send til allra leik- og grunnskóla á næstu dögum ❤️

“Í sameiningu munum við gefa öllum leik- og grunnskólum Íslands eintak af bókinni Tilfinninga Blær, sem er fræðslubók um tilfinningar ætluð börnum á aldrinum 2-8 ára. Bókin er skrifuð af forsvarsmönnum Allir gráta, í þeim tilgangi að aðstoða börn við að þekkja grunntilfinningarnar, kynnast dæmum um þær, sjá birtingarmyndir þeirra og hvernig sé hægt að bregðast við þeim.
Við teljum málefni Ég á bara eitt líf og Allir gráta, tengjast að mörgu leiti og með því að gefa bókina í leik- og grunnskóla viljum við stuðla að markmiðum okkar beggja. Markmið Allir gráta felur í sér að efla geðheilsu barna og ungmenna, sem við teljum að geti spornað við misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum fíkniefnum seinna á ævinni, sem er eitt af markmiðum Ég á bara eitt líf.
Við vonum innilega að bókin muni nýtast í þvi dýrmæta starfi sem fer fram í leik- og grunnskólum landsins ❤️

Hlýjar kærleiks kveðjur ❤️
Forsvarsmenn Minningarsjóðs Einars Darra og Forsvarsmenn Allir gráta 💧

#egabaraeittlif
https://www.egabaraeittlif.is/
#allirgráta
https://allirgrata.is/

Leave a Reply